- Advertisement -

Bókabrenna Bjarna og Katrínar

Framundan er stærðarinnar bókabrenna í boði Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Búið var að prenta bók í þrjátíu þúsund eintökum. Vandinn er sá að mati ráðafólks að Katrín skrifaði formála í bókina sem forsætisráðherra. Sem hún er ekki lengur.

Annað ráð virðist ekki til en brenna bókina og byrja upp á nýtt. Gott að taka svona ákvörðun þegar þau þurfa ekki að borga sjálf hvað fínheitin kosta. Auðvitað er þetta skrípaleikur. Verði bókin brennd er með öllu óþarft að prenta upp á nýtt.

Bjarni er forsætisráðherra. Hann situr í ruggustól sem hann getur misst undan sér hvenær sem er. Það hriktir í stoðum ríkisstjórnarinnar. Með öllu er óvíst hversu lengi Bjarna tekst að halda hjörðinni saman. Því þarf að hafa hraðar hendur í endurprentuninni. Ríkisstjórn Bjarna er veik og er í sprengjuhætti.

Nokkur hafa haft gaman að þessu furðumáli. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifaði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Skapandi skrif, skapandi kostnaður og skapandi störf Fjallkonunnar? Hvað eru 30.000 bækur á brennu milli vina?

Það má kannski fagna því að engin bók verður gefin út um fjármálaráðherra hjá ríkisstjórn sem hefur verið að vinna með konseptið fjármálaráðherra mánaðarins.“

Eyjólfur Ármannsson skrifaði: „Útgáfan snýst ekki um forsætis og þessi formáli er algjört aukaatriði. Hægt að láta miða fylgja um að bókin hafi farið í prentun áður o.s.frv. og gefa eintökin.“

Stefán Pálsson skrifaði: „Elsta trixið í bókinni er svo einfaldlega að prenta út límmiða sem skellt er yfir viðkomandi blaðsíðu. Gæti verið frábær og gefandi sumarvinna fyrir 2-3 táninga…“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: