- Advertisement -

Bólumyndun á fasteignamarkaði: Sprengjum hana strax

- Fasteignaverð er á fleygiferð. Tvö og hálfs prósents hækkun milli mánaða. Bólumyndun segir Ragnar Önundarson.

„Hækkanir íbúðarverðs milli mánaða voru verulegar að þessu sinni og meiri en hafa sést lengi,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

„Viðvörun: Bólumyndun er hafin á fasteignamarkaði. Verðþróun verður ekki skýrð með vaxandi kaupmætti, aðeins með skorti, segir Landsbankinn.

Krafa: Stjórnvöld eiga án tafar að lækka leyfð lánshlutföll með afgerandi hætti, svo aðgerðin bíti.

Tilhneiging verður til að lækka þau minna en þarf, vegna popúlistískra tilhneiginga. Við verðum að ,,brýna deigt járn svo bíti“, brýna fyrir stjórnvöldum að ,,sprengja“ bóluna strax. Það er ekki mögulegt að hleypa lofti varlega úr sápukúlu,“ skrifar Ragnar Önundarson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Landsbankinn segir hækkanir íbúðarverðs milli mánaða vera verulegar nú, og meiri en hefur sést lengi. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mánaða í febrúar. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,7% og sérbýli um 1,7%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 18,7% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 18,8% og er heildarhækkunin 18,6%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur.

„Verð á sérbýli hefur tekið verulega við sér síðustu mánuði og þróast nú með svipuðum hætti og á fjölbýlinu en lengi vel síðustu misseri var þróunin talsvert frábrugðin. Í febrúar 2016 var árshækkun sérbýlis t.d. 1,8%, samanborið við 18,8% árshækkun í febrúar 2017. Hækkanir á bæði fjölbýli og sérbýli hafa aukist verulega á allra síðustu mánuðum. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8-10% en er að nálgast 20% markið,“ segir í Hagsjá Landsbankans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: