- Advertisement -

Börn sem bíða eftir öruggu húsnæði

Sanna Magdelena skrifaði:

Í dag eru 216 barnafjölskyldur að bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Það þýðir að aðstæður þeirra hafa verið metnar slæmar fjárhagslega- og félagslega og þörf er á því að þau komist í öruggt skjól. Reykjavíkurborg er ekki barnvæn, þar sem hún skilur fjölda barna eftir í ótryggum húsnæðisaðstæðum. Andlegu sárin sem verða til við slíkt óöryggi eru lengi að gróa og fylgja manni sem ör inn á fullorðinsaldurinn.

En hefur þetta alltaf verið svona? Ég skoðaði aftur í árin, eins langt og tölfræðivefur borgarinnar leyfði mér að skoða og tók stöðuna út frá febrúar mánuði ár hvert. Er ekki mikið fyrir súlurit en hér sjáum við fjölda barnafjölskyldna sem hafa verið sett á bið í gegnum árin. Á bið í kerfi sem á að grípa utan um þig en lætur þig bíða til lengdar. Á síðasta ári var meðalbiðtími eftir félagslegu leiguhúsnæði 16 mánuðir, árið þar á undan 22 mánuðir. 411 börn voru að bíða eftir því að komast í öryggi, í félagslegt leiguhúsnæði þann 1. desember 2022.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: