- Advertisement -

Brjálað brúðkaup Benna Bó í blíðskaparveðri: Sjáið myndirnar!

Hinn afar skemmtilegi fjölmiðlamaður, Benedikt Bóas Hinriksson, gekk í það heilaga með náms- og starfsráðgjafanum hjá Borgarholtsskóla, Söndru Hlín Guðmundsdóttur.

Fallegt andartak fangað á mynd.

Dagurinn var frábær og gleðin mikil, enda ástæða til.

Flottir félagar, Benni og Stefán Árni Pálsson.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Gefum Benna Bóas orðið:

„We did it! Þetta var sko ekki leiðinlegt. Við brúðhjónin svífum um á bleiku skýi með tárin i augunum yfir fallegum myndum Rakelar Óskar, öllum orðum gestanna, söngva frænda minna, Benedikts og Stefáns, og athafnar Danna – sem gaf jú foreldra mína lika saman forðum daga. Veislustjóraparið Sunna og Tómas Þór fá svo prik í kladdann. Þau voru awsome. Takk fyrir okkur.“

Glæsileg fjölskylda á gullfallegum degi. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir.

Já, allt gekk eins og í sögu, eins og vera ber þegar svona skemmtilegt og fallegt fólk ákveður að innsigla ást sína á hvort öðru.

Stefán Jakobsson söng i kirkjunni og veislunni, og þá söng Benedikt Kristjánsson í kirkju ásamt fjölskyldukór.

Benni segir það hafa verið afar ánægjulegt að „séra Kristján Valur gaf okkur saman, en fyrsta verk hans sem prestur var að gefa mömmu og pabba saman.“

Benni er gleðimaður af Guðs náð – um það efast enginn. Myndin ber það líka með sér.

Og eitt laganna sem Stefán söng – Bergmál i kirkjunni – sem Davíð Sigurgeirsson útsetti fyrir tilefnið – á stóran sess í hjarta Benna og Söndru:

„Það er lagið okkar. Uppáhaldslag Söndru löngu fyrir minn tíma og lagið sem ég nota í þættinum mínum.“

Miðjan sendir brúðhjónunum sínar bestu kveðjur – til hamingju!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: