- Advertisement -

Búið að handtaka grunaðan skotmann við Miðvang í Hafnarfirði

Íbúi í stóru fjölbýlishúsi á Miðvangi í Hafnarfirði, sem grunaður er um að hafa skotið á kyrrstæðan bíl á bílastæði í morgun, er kominn út úr húsinu og hefur verið handtekinn; það staðfesti Skúli Jónsson lögregluþjónn í Hafnarfirði.

Einnig staðfesti hann að skotin hefðu verið fleiri en eitt.

Maðurinn kom út úr íbúð sinni um það bil tuttugu mínútur yfir tólf og var strax handtekinn og færður á lögreglustöð.

Lögregla getur eðlilega ekki sagt mikið á þessu stigi málsins, enda rannsóknin í raun rétt að hefjast núna, og nú þegar væri byrjað að draga úr lokunum á vettvangi; á þriðja tug lögreglumanna komu að aðgerðinni. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Margir tilkynntu lögreglu um skotárásina í morgun og var eigandi bílsins sem skotið var á, einn þeirra sem tilkynnti um skotárásina. Búið er að ræða við hann; honum boðin aðstoð, enda væri það mjög erfitt að upplifa slíka atburðarás.

Lögregla vill beina því til fólks sem býr nálægt vettvangi árásarinnar og líður illa vegna hennar, er bent á að hringja í síma Rauða krossins 1717 og leita sér þar aðstoðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: