- Advertisement -

Covid-19 lokanir leiddu af sér barnasprengju

Lokanir og sóttvarnaraðgerðir í kórónuveirufaldrinum virðast hafa leitt af sér sprengju í barnsfæðingum hér á landi. Að minnsta kosti ef marka má talnaefni Landspítalans og umfjöllun mbl.is.

Á tíma­bil­inu janú­ar til maí í ár fædd­ust á sjúkra­hús­inu alls 1.310 börn, borið sam­an við 1.418 börn á þess­um sömu mánuðum á síðasta ári, 2021.

Aukningin á fæðingum á spítalanum milli áranna 2020 og 2021 nam 5.5 prósentum þar sem mun fleiri börn fæddust síðara árið. Flest þeirra komu í heiminn í júlímánuði, níu mánuðum eftir afar harðar sóttvarnaraðgerðir í október 2020 en þá máttu aðeins 10 manns koma saman og allt íþróttastarf og sviðslistir lágu niðri.

Frjó­semi land­ans virðist hafa verið með mesta móti í heims­far­aldri Covid-19 en held­ur virðist hafa dregið úr henni þegar á veiru­tím­ann leið. Með öðrum orðum; lok­an­irn­ar leiddu af sér barns­fæðing­ar níu mánuðum síðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: