- Advertisement -

Davíð: Uppnámsflokkarnir á Alþingi

„Ann­ar vandi heil­brigðis­kerf­is­ins, hinum fyrr­nefnda ekki ótengd­ur, er tregðan til að treysta einkaaðilum hér á landi til að veita heil­brigðisþjón­ustu. Þetta á sinn þátt í að kerfið er dýrt og frek­ar til marks um eyðslu­stefnu en svelti­stefnu. Auk­in þátt­taka einkaaðila inn­an­lands hef­ur hins veg­ar mætt litl­um skiln­ingi, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið, einkum hjá Sam­fylk­ingu og öðrum upp­náms­flokk­um. Þeir segj­ast vilja betra heil­brigðis­kerfi en eru ekki til­bún­ir í þær breyt­ing­ar sem þarf til að ná því fram. Eina lausn­in sem þeir sjá eru enn meiri rík­is­út­gjöld,“ segir í lok leiðara Moggans í dag. Er þeir flokkar sem ekki starfa í anda Valhallar orðnir uppnámsflokkar? Er þetta hrósyrði eða hrakyrði?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: