- Advertisement -

Eiður Smári tekur við FH: „Með ráðningu Eiðs eru spennandi tímar framundan“

Knattspyrnudeild FH hefur gengið frá ráðningu á þjálfara karlaliðsins í knattspyrnu, og sendi af því tilefni frá sér yfirlýsingu sem er svohljóðandi:

„Eiður Smári tekur við FH Knattspyrnudeild FH hefur komist að samkomulagi við Eið Smára Guðjohnsen um að taka við sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fimleikafélaginu út tímabilið 2024.

Miklar væntingar eru bundnar við Eið sem aðalþjálfara FH.

Eiður Smári er að taka við FH í annað sinn, stuttu eftir ráðningu Eiðs seint 2020 gerðist Eiður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eiður ásamt Loga Ólafssyni tóku við FH um miðjan júlí 2020 og undir þeirra stjórn hafnaði liðið í 2. sæti það árið.

Staða liðsins í Bestu Deildinni er undir væntingum en með ráðningu Eiðs og þeim leikmannahóp sem er til staðar eru spennandi tímar framundan.

Það er von Knattspyrnudeildar að stuðningsmenn félagsins styðji vel við liðið í þeim leikjum sem framundan eru.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: