- Advertisement -

Einfeldni sumra hagfræðinga

Vinnumarkaður „Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur við Háskólann í Reykjavík hélt því fram í fréttum RÚV að ríkið þyrfti að hækka skatta eða skera niður útgjöld til að greiða fyrir velferðarpakkann sem ríkið leggur nú inn í kjarasamningana. Sumir frjálshyggjuhagfræðingar hafa talað á svipuðum nótum,“ skrifar Stefán Ólafsson.

„Þetta er mjög rangt hjá Katrínu og frjálshyggjumönnum.

Í fjárlögum fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir mun meiri aukningu launakostnaðar en verður raunin. Þar sparar ríkið sér í reynd meira en nemur kostnaði vegna velferðaraðgerðanna.

Síðan mun ríkið njóta mikils sparnaða í vaxtakostnaði þegar vextir taka að lækka vegna þess svigrúms til lækkunar verðbólgu sem kjarasamningarnir skapa.

Í heildina munu kjarasamningarnir hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkisins – án skattahækkana,“ skrifaði Stefán.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: