- Advertisement -

Endar Icelandair í ríkiseigu?

Hermann Guðmundsson.

„Upp er runnin vika þar sem úrslit fást í hlutafjársöfnun Icelandair. Sumir telja fráleitt að lífeyrissjóðir fjárfesti meiru fé í svona flugrekstur en orðið er. Ef við lítum á stöðuna þá má líklega meta þær skuldbindingar og ábyrgðir almennings sem þegar eru komnar fram nálægt 50 milljörðum,“ skrifar Hermann Guðmundsson forstjóri.

„Helstu stærðir eru ábyrgð ríkissjóðs, útlán Landsbanka og Íslandsbanka, sölutryggingar á hlutafé, útgreiðslur ríkissjóðs vegna hlutabóta og uppsagnarfrests, skuld félagsins við miðaeigendur og punktahafa auk annara skulda við hið opinber,“ skrifar Hermann og svo þetta.

„Ef að lífeyrissjóðir telja að 10 – 12 mia dugi til að bjarga þessum rekstri frá gjaldþroti þá myndi ég telja það ásættanlega áhættu fyrir almenning. Ef þeir treysta sér ekki til að fjárfesta þá tel ég augljóst að ríkissjóður verði að kaupa þeirra hlut og taka pólitíska ábyrgð á framhaldi málsins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: