- Advertisement -

Enn er fólk að deyja úr Covid 19 á Íslandi: Tvö andlát um helgina

Þótt allar samkomubannanir og takmarkanir vegna Covid 19 séu ekki lengur í gildi er veiran enn að taka fólk til sín; tveir einstaklingar létust um helgina vegna Covid-19.

Staðfestir Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans að fólk sé að veikjast mjög hastarlega af veirunni, líka einstaklingar sem eru bólusettir.

Deginum ljósara er að far­aldurinn er í talsvert miklum vexti, en sam­kvæmt tölu­legum upp­lýsingum á co­vid.is er ný­gengi, innan­lands­smita 618,2.

Læknirinn Már býst ekki við því að sam­komu­tak­markanir verði hertar á nýjan leik á Íslandi þrátt fyrir stöðuna í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Veiran hefur sótt í sig veðrið að undanförnu eins og greint var frá fyrir helgi og eru um 150 til 200 manns að greinast með smit á hverjum degi; virðist eitthvað vera um alvarleg veikindi; fyrir helgi lágu þrír á gjörgæsludeild.

Már er á því í ljósi þessarar stöðu sé enn mikil hvatning fyrir fólk að láta bólu­setja sih; staðan er nú þannig að 77% Ís­lendinga eru full­bólu­settir.

Alls eru nú 34 sjúk­lingar á spítala með Covid, á legudeildum og bráða­mót­töku, dreifðir um heilar níu starfs­stöðvar Land­spítala.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: