- Advertisement -

Erfitt að sjá samhengið milli ákvarðana og fjölda smita

Gunnar Smári skrifar:

Fyrirsjáanleikinn frægi er ekki alltaf skýr. Þarna benda örvarnar á daginn sem ákveðið var að herða mjög sóttvarnir fyrir páskana og á daginn sem þeim var létt nokkuð, samkomubann úr 10 í 20, sundstaðir opnaðir o.fl. Það er erfitt að sjá samhengið milli ákvarðana og fjölda smita í samfélaginu. Smitin undanfarið eru umtalsvert fleiri en þegar sóttvarnir voru hertar seinni hluta mars.

Ef þetta dugar nú: „Þórólf­ur minn­ir fólk á að passa sig áfram, virða sótt­varn­ir og tak­marka hópa­mynd­an­ir.“ Hvers vegna dugði það ekki líka þessar þrjár vikur í kringum mánaðamótin? Bæði ríkisstjórn og sóttvarnayfirvöld virðast ætlast til að við trúum og hlýðum þó allt samhengi sé horfið úr lýsingu á ástandi og svo boðuðum aðgerðum. Fyrir mánuði þurfti að skikka alla á sóttkvíarhótel sem komu frá sýktum svæðum en nú þarf þess bara alls ekki. Vantar kannski línurit yfir pólitíska getu stjórnvalda, sem er kannski stærsta breytan í þessu öllu?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: