- Advertisement -

Willum hefur ekki roð í Bjarna

„Þessi mála­flokk­ur er gríðarlega und­ir­fjármagnaður og við höf­um áhyggj­ur af því að ráðherra nái ekki sín­um mál­um fram að óbreyttu. Það eru ekki fjár­heim­ild­ir til að ráðast í neitt átak til að bæta stöðuna en það er akkúrat það sem þarf. Það blas­ir við hverju manns­barni sem vinn­ur í þessu heil­brigðis­kerfi að það er fjár­svelt. Við bind­um auðvitað von­ir við að ráðherra nái að knýja fram breyt­ing­ar, við vit­um að hann vill berj­ast fyr­ir þeim en höf­um áhyggj­ur af því að hann mæti ekki næg­um skiln­ingi,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, í Mogganum í dag.

Glíma þeirra Willums og Bjarna um þolanlegt heilbrigðiskerfi er í gangi, samkvæmt þessu.

Í Mogganum segir einnig:

Á aðal­fundi Lækna­fé­lags Íslands var samþykkt ákall til rík­is­stjórn­ar Íslands vegna ríkj­andi neyðarástands í heil­brigðis­kerf­inu. Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra ávarpaði gesti fund­ar­ins og svaraði fyr­ir­spurn­um lækna. „Ráðherra hef­ur sett sig vel inn í þenn­an mála­flokk og sýn­ir stöðu okk­ar skiln­ing,“ seg­ir Stein­unn. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er aumara en aumt. Enn og aftur er heilbrigðiskerfið að glíma við alltof litlar fjárheimildir. Bjarni virðist standa þver fyrir betra kerfi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: