- Advertisement -

Falleg frásögn Unnar í Mosfellsbæ: „Þið eruð aldeilis flottar fyrirmyndir!“

Unnur nokkur á líklega fallegu frásögn þessa dags eftir hlýja upplifun hennar í Mosfellsbæ. Ungur sonur hentar lenti í óhappi og meiddi sig en það voru nokkir unglingar í bænum sem komu honum til bjargar.

Unnur birti sögu sína í hópi bæjarbúa á Facebook og lýsir hún atvikum þannig:

„Mig langar til að senda þakkir til unglinganna sem hjálpuðu sjö ára syni mínum og vinum hans í Hulduhlíðinni í gær. Hann hafði lent í óhappi og meitt sig, og þessi flotti hópur ungmenna ekki bara hringdi í mig og beið með honum þar til ég kom heldur var búið að græja á hann ofurhetjuplástur og alltsaman!

Takk fyrir að láta ykkur málin varða og sýna umhyggju,“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: