- Advertisement -

Fimmta andlátið í Reynisfjöru á sjö árum

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu um andlát í Reynisfjöru.

„Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó. Eiginkona mannsins lenti í sömu öldu en tókst, fyrir snarræði nærstaddra, sem komu til aðstoðar, að bjarga sér áður en hún sogaðist út í brimið,“ segir í tilkynningunni.

Nefnt er að „björgunarsveitir af Suðurlandi og úr Vestmanneyjum voru kallaðar til aðstoðar ásamt þyrlusveit LHG. Aðstæður til aðgerða úr landi voru erfiðar og hættulegar viðbragðsaðilum vegna mikils brims. Maðurinn var hífður upp í þyrluna strax og hún kom á staðinn en reyndist þá látinn. Hjónin voru í stærri hóp í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofu. Unnið er að rannsókn slyssins.“

Það er lífshættulegt að fara óvarlega við Reynisfjöru. Fimm hafa þar látist á síðusu sjö árum.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Lengi hefur verið bent á að mikil hætta sé á ferð við Reynisfjöru – en margir láta slíkar viðvaranir sem vind um eyru þjóta.

Í tengslum við Reynisfjöru hafa alls á síðustu sjö árum borist tólf alvarleg útköll, og þar af hafa fimm látist.

Komið hefur fram hjá lögreglu áður en þetta slys varð að líklega sé ekkert annað í stöðunni hægt að gera en að takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir enn fleiri dauðsföll og önnur mjög alvarleg slys.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: