- Advertisement -

Fórna öllu fyrir frekjugang auðvaldsins

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ég skil ekki hvers vegna VG eða Framsókn ættu að samþykkja að skerða tekjur Ríkisútvarpsins og henda svo tæpum 400 m.kr. árlega í fjölmiðla auðvaldsins (Stundin og Kjarninn fá einhverja smáaura sem engu skipta). Þjónar það kjósendum þessara flokka að styrkja tök Sjálfstæðisflokksins (og Viðreisnar, klofningsframboðs xD) á fjölmiðlum og þar með opinberri umræðu? Auðvitað ekki. Telur forysta þessara flokka, VG og xB, sig á engan hátt skuldbundin til að þjóna hagsmunum kjósenda sinna, telur hún að ætíð megi fórna þeim fyrir frekjuganginn í auðvaldinu? Er skýringin mútur? Hafa Moggi, Fréttablað og Sýn lofað þessum flokkum afslætti á auglýsingar fyrir næstu kosningar?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: