- Advertisement -

Gæslan getur jafnvel ekki klætt þau sem sinna erfiðustu björgunarstörfunum

Það er ítrekað verið að leggja á stofnunina að selja innviði sína, hvort sem það er þyrla, skip eða flugvél.

Dagbjört Hákonardóttir.

Alþingi „Út frá sjónarhóli Samfylkingarinnar — jafnaðarflokks Íslands er ótrúlega og gífurlega mikilvægt að almannavarnir séu og fái að vera hafnar yfir hið pólitíska dægurþras og það sé þannig búið um hnútana í þessum málaflokki að þegar áföllin dynja yfir séu leikreglur skýrar, hlutverkaskiptingin algjörlega á tæru og íslenska þjóðin sé reiðubúin til að takast á við áfallið hverju sinni. Þetta teljum við okkur hafa sýnt hér í haust og við vorum ánægð með þá afstöðu okkar en við getum ekki rætt stöðu almannavarna án þess að nefna líka hversu hart er reglulega sóst eftir niðurskurði í einni okkar allra mikilvægustu stofnun sem ég ætla að nefna hér í þessari andrá, sem er Landhelgisgæslan,“ sagði Dagbjört Hákonardóttir í þingræðu í gær.

Þetta er ekkert miðað við það sem á eftir kom:

„Það er og verður ekki forsvaranlegt að uppsafnaður halli hjá Landhelgisgæslunni fyrir síðustu tvö ár hafi verið 600 millj. kr. á meðan fjárframlögin eru samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum 6,3 milljarðar. Það er ítrekað verið að leggja á stofnunina að selja innviði sína, hvort sem það er þyrla, skip eða flugvél. Í samtölum mínum við starfsfólk Gæslunnar, sem ég hef átt reglulega, kemur í ljós að ekki aðeins er tækjabúnaður og rekstur Gæslunnar í mikilli óvissu heldur getur fólk sem sinnir hættulegum verkefnum við krefjandi aðstæður ekki gengið að því vísu að eiga hlýjan fatnað til þess að sinna útköllum í krefjandi aðstæðum. Við vonum að þetta verði ekki tónninn sem á að slá í almannavarnaumræðunni og fyrir næstu fjárlög geti Landhelgisgæslan og aðrar mikilvægar stofnanir gengið að því vísu að þurfa ekki að selja mikilvæga innviði til að fjármagna sig vegna þess að það er bara ekki tími fyrir slíkar umræður í jafn krefjandi umhverfi og við sjáum fram á að búa við næstu áratugi,“ sagði Dagbjört


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: