- Advertisement -

Græða allir á ríkisábyrgðinni?

Græða allir á ríkisábyrgðinni? Svarið er já. Svo er að skilja það sem Vilhjálmur Bjarnason skrifar í Moggann. Greinin er löng. Það markverðasta í henni er þetta:

„Það eru klisj­ur þeirra sem ekki þekkja til rekst­urs Icelandair og erfiðleika fé­lags­ins í Covid-far­aldri að það eigi að rík­i­s­væða tapið en einka­væða hagnaðinn.

Á það skal minnst að ís­lenska ríkið hef­ur komið upp um­fangs­miklu trygg­inga­kerfi til at­vinnu­leys­is­bóta. Það er mark­mið að lág­marka það tjón sem verður af völd­um Covid.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með rík­is­ábyrgð á lán­um og vænt­um já­kvæðum ár­angri eru það ekki feit­ir kall­ar sem hljóta ávinn­ing­inn. Það verður hóp­ur vinn­andi fólks, sem greitt hef­ur í líf­eyr­is­sjóði. Rík­is­sjóður mun hafa ávinn­ing af því með skatt­greiðslum af líf­eyr­is­bót­um og skerðing­um á bót­um al­manna­trygg­inga.

Það verður einnig starfs­fólk Icelandair, sem nýt­ur já­kvæðs ár­ang­urs. Það verður ferðaþjón­ust­an í heild, sem nýt­ur ár­ang­urs af leiðakerfi Icelandair, því það mun taka mjög skamm­an tíma að end­ur­ræsa markaðsstarf Icelandair.

Vert er að minn­ast orða Jónas­ar Haralz banka­stjóra þegar illa gekk hjá Flug­leiðum og hug­mynd kom um að rík­i­s­væða Flug­leiðir. „Þetta er það vit­laus­asta sem þið getið gert. Hvaða vanda haldið þið að það leysi að ríkið yf­ir­taki fé­lagið? Til hvers haldið þið að það leiði?“

Að lok­um má minna á að stór hluti af rekstr­ar­for­send­um Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar er tengiflug Icelandair. Slíkt tengiflug tek­ur mörg ár að byggja upp að nýju.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: