- Advertisement -

Græðgiskrumlan teygir sig í rafmagnið sem getur þá margfaldast í verði

„Fyr­ir því eru marg­vís­leg­ar ástæður, en þar eru póli­tísk mis­tök og tóm­læti efst á blaði.“

Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkunar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.

„Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar reit grein í Morg­un­blaðið í gær um orku­skort í land­inu, sem þegar er far­inn að bíta, og rakti hann helst til „orkuleka“ milli markaða stór­not­enda og al­mennra not­enda, sem nýta um 20% raf­orku í land­inu. Hörður varaði við því að hann gæti komið harka­lega niður á al­menn­ingi með orkuþurrð eða marg­faldri hækk­un á orku­verði,“ segir í leiðara Moggans.

Þar segir einnig; „Í blaðinu í dag læt­ur Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri HS Orku, í ljós rök­studd­ar efa­semd­ir um ná­kvæm­ar ástæður orku­skorts­ins og minn­ir á að ein­ok­un­araðstaða Lands­virkj­un­ar hafi sín áhrif. Hag­vöxt­ur hafi svo sitt að segja um aukna eft­ir­spurn, en hins veg­ar hafi auk­inni orku­notk­un ekki verið mætt með meiri orku­fram­leiðslu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

ORKU­ÖR­YGGI ER ÞJÓÐARÖR­YGG­IS­MÁL FYR­IR ÍSLEND­INGA.

Það er vita­skuld merg­ur­inn máls­ins, rót vand­ans.“

Höldum áfram að lesa leiðara Moggans:

„Það var því ekki lítið undr­un­ar­efni þegar orku­skort­ur­inn var gerður op­in­ber fyr­ir mánuði, að stjórn­mála­menn létu marg­ir sem hann kæmi þeim öld­ung­is á óvart, þó að margoft hafi verið við því varað og um langt skeið að í óefni stefndi.

Værukærðin um það er í raun óskilj­an­leg. Öllum hef­ur mátt ljóst vera að fjölg­un þjóðar­inn­ar, mik­ill hag­vöxt­ur, auk­in orku­notk­un, orku­skipti og öll önn­ur skil­yrði leiddu til hins sama, að auk­inn­ar orku­öfl­un­ar er þörf.“

Þarna er slegið nærri Alþingi. Eflaust er þetta hárrétt athugasemd.

„Það eru eng­ar ýkj­ur að segja að sú ork­u­nýt­ing sé ein helsta for­senda þess vel­meg­un­arþjóðfé­lags, sem Íslend­ing­um hef­ur auðnast að skapa í köldu og harðbýlu landi; for­senda hag­vaxt­ar og hag­sæld­ar, fólks­fjölg­un­ar og lífs­kjara í fremstu röð þjóða heims.

Orku­ör­yggi er þjóðarör­ygg­is­mál fyr­ir Íslend­inga engu síður en aðrar þjóðir. Það er ein af frum­skyld­um stjórn­valda að sjá til þess að því sé ekki ógnað og enn frek­ar að það sé ekki van­rækt eins og nú blas­ir við að hef­ur gerst.

Fyr­ir því eru marg­vís­leg­ar ástæður, en þar eru póli­tísk mis­tök og tóm­læti efst á blaði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: