- Advertisement -

Grunur Sigrúnar um veikindi dóttur sinnar reyndist réttur: „Enginn kom að sinna henni og mér fannst hún vera að deyja í hönd­un­um á mér“

Kona að nafni Sigrún Sig­urðardótt­ir þurfti að fara með dótt­ur sína þris­var á tíu dög­um á bráðamót­töku Land­spít­al­ans til að fá loks grun henn­ar staðfest­an að dótt­ir­ hennar,sem er nýbökuðmóðir, væri með heila­himnu­bólgu. Sigrún segist hvað eft­ir annað hafa verið virt að vett­ugi.

Það er nátt­úru­lega eng­inn sem kem­ur að sinna henni og mér finnst hún vera að deyja í hönd­un­um á mér, hún er svo mikið veik. Það end­ar með því að ég brest í grát og heimta að það komi lækn­ir – þá ger­ist eitt­hvað. Þá koma lækn­ir og hjúkr­un­ar­fræðing­ur og hún er sett í her­bergi þar sem er fylgst með lífs­mörk­um. Ef hún hefði verið ein þarna, þá hefði ekk­ert verið gert,“ seg­ir Sigrún.

„Ég sagði í hvert ein­asta skipti að ég héldi að þetta væri heila­himnu­bólga því önn­ur dótt­ir mín var næst­um dáin sex ára úr heila­himnu­bólgu, þannig að ég þekki ein­kenn­in. Svo verður maður svo reiður eft­ir á þegar það sem maður hélt er rétt og það er búið að láta hana kvelj­ast svona lengi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: