- Advertisement -

Hafa af þeim at­vinnu þeirra og lifi­brauð

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Hvernig er hægt að láta sér detta það til hugar að ætla að ganga í störf samstarfsfólks síns, sem stendur í stórkostlega alvarlegri baráttu um sjálf störfin sín, atvinnu sína? Hvernig er hægt að hafa geð í sér til að svíkja samstarfsfélaga sína? Ég myndi frekar segja upp starfinu mínu heldur en að láta mér detta það til hugar að sína samstarfsfólki svona ömurlega framkomu.

Ég hvet ykkur til að lesa bréf Ingunnar Kristínar Ólafsdóttur, flugfreyju til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þessi atburðarás er með slíkum ólíkindum að við hljótum öll að vera bæði reið og sorgmædd:

„Mig lang­ar að byrja á að segja þér að fyr­ir langa löngu, löngu áður en ég ákvað að gera flug­freyju­starfið að mínu ævi­starfi, lærði ég fjöl­miðla­fræði. Það var mjög gagn­legt nám ekki síst í mörg­um viðfangs­efn­um sem upp koma dag­lega. Þar var „rule number one“ svo ég leyfi mér að sletta að eng­ar spurn­ing­ar væru heimsku­leg­ar aðeins svör­in gætu fallið í þann flokk. Svo ég vitni beint „there are no stupid questions only stupid answers!“ Önnur regla ekki síður mik­il­væg var að munda ekki penn­ann í til­finn­inga­semi. Láta ekki reiði, sorg eða aðrar til­finn­ing­ar taka stjórn­ina yfir skrif­un­um. Sál­fræðin seg­ir hins veg­ar að gott sé að skrifa sig frá til­finn­ing­um! Hvort er betra ætla ég ekki að leggja mat á en þar sem mér renn­ur bara alls ekki reiðin þá ætla ég að leyfa sál­fræðinni að ráða för, ef­ast ekki um að þú virðir það við mig!

Mig lang­ar nefni­lega að spyrja þig einn­ar ein­faldr­ar spurn­ing­ar Jón Þór! Þegar stjórn­end­ur Icelandair komu að máli við þig, áður en haft var sam­band við stétt­ar­fé­lag flug­freyja og þjóna og báru upp þá spurn­ingu hvort flug­menn væru til­bún­ir til að ganga í störf okk­ar flug­freyja, eðli­leg spurn­ing í ljósi stöðunn­ar, vissu­lega ör­vænt­ing­ar­full enda okk­ar ágætu stjórn­end­ur að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Kom aldrei svarið upp í huga þínum „nei vitið þið hvað, við flug­menn erum bún­ir að semja við ykk­ur, við höf­um tekið á okk­ur kjara­skerðingu í okk­ar til­raun til að aðstoða fé­lagið á erfiðum tím­um, við höf­um teygt okk­ur eins langt og við telj­um mögu­legt en þetta getið þið ekki farið fram á við okk­ur! Við get­um ekki gengið í störf fé­lags­manna ann­ars stétt­ar­fé­lags og tekið þátt í að hafa af þeim at­vinnu þeirra og lifi­brauð.“!