- Advertisement -

Hildur boðar óvænt tíðindi í borginni: „Það gæti orðið svolítið óvænt“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, boðar möguleg óvænt tíðindi í meirihlutaviðræðunum í borginni. „Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi. Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt,“ segir hún í samtali við Vísi.

Nú erum við á fimmta degi frá kosningum og línurnar við myndun meirihluta í Reykjavík ekki orðnar skýrar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, hefur rætt við alla hina oddvitana en Dagur svarar ekki símanum þegar Hildur hringir.

 „Við höfum ekki rætt saman símleiðis,“ staðfestir Hildur um hvort samtöl hafi átt sér stað milli hennar og Dags um meirihlutasamstarf þeirra á milli. „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða. Ég gef bara loðin svör.“