- Advertisement -

Hugum að öllum störfum – ekki bara karllægum verkamannastörfum

Helga Vala Helgadóttir.

„Ég styð að sjálfsögðu þær aðgerðir sem nú er verið að fara í, allar þær góðu breytingar sem gerðar hafa verið bæði í fjárlaganefnd sem og efnahags- og viðskiptanefnd,“ segir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu.

„Eitt skil ég þó alls ekki og finnst miður. Það mjög svo árangursríka framtak, Allir vinna, þar sem eigendum íbúðarhúsnæðis er endurgreiddur vsk sem þeir greiða af vinnu iðnaðar- og vekramanna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds verður útvíkkað þannig að það nái líka til bílaviðgerða. Það er mjög góð hugmynd að mínu mati. Hins vegar féllst meirihlutinn ekki á að setja þetta úrræði líka inn í fyrirtæki hvar konur eru í meirihluta, svo sem saumastofur, hárgreiðslustofur, snyrtistofur og fleira. Sumir þessir vinnustaðir hafa þurft að loka alveg vegna samkomubanns. Aðrir, eins og saumastofur, mega enn hafa opið en þá væri til fyrirmyndar að hvetja fólk til að skipta við þær, fara með föt í viðgerð eða leita til þeirra með saumaskap. Þetta eru ekki slík stórkostleg útgjöld að ríkið fari á hliðina. Alls ekki. Allir, eða margir skulum við segja, nýta sér þjónustu hárgreiðslufólks og hárskera og því tel ég þetta vera win win mál. Í þessum aðstæðum þarf að hugsa um öll störf, ekki bara hin karllægu verkamannastörf. Ég skil ekki af hverju við getum ekki verið sammála um þetta verkefni á þinginu,“ segir í Facebookfærslu Helgu Völu Helgadóttur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: