- Advertisement -

Hvalveiðibannið afnumið?

„Meðal ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar er sterk­ur vilji til þess að láta sam­starfið ganga upp, enda þótt ágrein­ing­ur hafi verið um ein­staka mál.“

Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Ég hef áður sagt að ég telji að það þurfi að fara bet­ur yfir hval­veiðibannið og vænti þess að slíkt verði gert. Hugs­an­lega verði ákvörðunin end­ur­skoðuð. Þetta er hins veg­ar af­markað mál og ég tel að í öll­um sam­steypu­stjórn­um sé viðvar­andi verk­efni að jafna ágrein­ing af ein­hverj­um toga. Ekki síst verður raun­in sú þegar jafn ólík­ir flokk­ar og nú standa að rík­is­stjórn. Jú, oft er mál­efna­leg­ur ágrein­ing­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar en aldrei þó þannig að al­var­lega hafi slegið í brýnu,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jóhannsson í nýju Moggaviðtali.

Svandís Svavarsdóttir hefur hvergi opnað á að það verði gert. Vitað er að bannið legst illa í Bjarna og hans lið. Og nú að Sigurður Ingi gengur í takt við Bjarna í þessu máli.

Hér er önnur tilvitnun í viðtalið:

„Meðal ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar er sterk­ur vilji til þess að láta sam­starfið ganga upp, enda þótt ágrein­ing­ur hafi verið um ein­staka mál. Í stærstu og mik­il­væg­ustu verk­efn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem eru efna­hags­mál­in og bar­átt­an við verðbólg­una, erum við hins veg­ar sam­stiga.“

Í skoðana­könn­un­um um þess­ar mund­ir mæl­ist stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina vera lít­ill sem og fylgi við flokk­ana þrjá sem að henni standa. Sér­stak­lega er deilt á rík­is­stjórn­ina vegna Lind­ar­hvols­máls­ins svo­kallaða, sölu á hlut ríks­ins í Íslands­banka og svo vegna þeirr­ar ákvörðunar mat­vælaráðherra að stöðva hval­veiðar, aðeins sól­ar­hring áður en þær áttu að hefjast.

Ráðherrar segja stopp Ísland. Lesið áfram:

„Innviðaráðherra seg­ir að frá og með þess­ari viku megi segja að stjórn­kerfið og póli­tík­in séu kom­in í sum­ar­frí. Hann vænti þess að fólk noti næstu vik­ur til að safna kröft­um til þeirra verk­efna sem bíða í haust.“

Verður Ísland þá stjórnlaust í einhverjar vikur? Eða bara hin ósamstíga ríkisstjórn.

Hvað bíður fram yfir sumarfrí stjórnsýslunnar?

„Þar verður staða efn­hags­mála efst á blaði og verðbólg­an sem núna er kom­in í 8,9%. Spár gera ráð fyr­ir að hún lækki frek­ar á næstu mánuðum. Fjár­lög næsta árs og pen­inga­stefna Seðlabankas eiga að styðja við slíkt. Þá hef­ur gengi krón­unn­ar verið að styrkj­ast og með inn­flutn­ingi ættu áhrif af því til lækk­un­ar verðbólgu að koma fljót­lega fram,“ seg­ir formaður Fram­sókn­ar í Moggaviðtalinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: