- Advertisement -

„Hvar end­ar þessi vit­leysa?“

„Hitt þori ég að full­yrða, að mann­leg­ar aðgerðir til að hamla gegn hita­hækk­un­inni eru dæmd­ar til að mistak­ast.“

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur skrifar stutta en góða grein í Moggann í dag. Hún er svona:

Í fyrsta lagi eru þær þjóðir, sem mestri loft­meng­un valda, ekki virk­ir þátt­tak­end­ur í aðgerðunum.

„Skipt­ar skoðanir eru um það hve mik­inn þátt mann­kynið eigi í hækkuðu hita­stigi hér á jörðu. Sjálf­ur hall­ast ég að því að þessi þátt­ur vegi býsna þungt, en vil þó eng­an veg­inn full­yrða það. Hitt þori ég að full­yrða, að mann­leg­ar aðgerðir til að hamla gegn hita­hækk­un­inni eru dæmd­ar til að mistak­ast. Í fyrsta lagi eru þær þjóðir, sem mestri loft­meng­un valda, ekki virk­ir þátt­tak­end­ur í aðgerðunum. Í öðru lagi er eng­in von til þess að aðrar þjóðir fylli upp í skarðið, því að það myndi ógna hag­vexti þeirra. Að við Íslend­ing­ar tök­um þátt í þess­um aðgerðum er hrein­asta hneyksli, eins og ég hef áður fjallað um í blaðagrein „Barna­skap­ur og sjálfs­blekk­ing“, Mbl. 2.4. 2022). Um 90% af orku­notk­un okk­ar eru laus við alla meng­un. Við stönd­um best allra þjóða í því efni. Nú síðast ber­ast þær frétt­ir af um­hverf­is­ráðstefn­unni í Egyptalandi að við verðum hugs­an­lega skuld­bundn­ir til að greiða í sjóð háa upp­hæð, jafn­vel millj­arða á ári hverju, í synda­af­lausn vegna meng­un­ar í fortíðinni, meng­un­ar sem við átt­um svo til eng­an hlut að. Hvar end­ar þessi vit­leysa? Skyn­sam­legra væri að verja fé í að búa sig und­ir þær breyt­ing­ar sem hækkað hita­stig mun hafa í för með sér.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: