- Advertisement -

Icelandair verði „sóttkví háloftanna“

Um leið verði fjárfesting lífeyrissjóða í félaginu, sem nú hefur verið afskrifuð, endurheimt.

Ragnar Önundarson skrifar:

Tökum á vanda Icelandair og ferðaþjónustunnar sem einu verkefni. Um leið verði fjárfesting lífeyrissjóða í félaginu, sem nú hefur verið afskrifuð, endurheimt:

Það er kallað „brain storming“ og „hugarflug“ þegar hópur fólks kemur saman til að leita lausna og kemur sér saman um að byrja á að gefa öllum hugmyndum lausan tauminn. Þá er í upphafi bannað að „drepa“ hugmyndir, öllum er haldið til haga, af því að slæm hugmynd getur vakið aðra góða og af því að gölluð hugmynd getur batnað við umræðu. Það er svo á seinni stigum sem unnið er úr afrakstri hugarflugsins og þá kemur gagnrýnin fram.

ðeins fjölskyldum verði raðað saman í sætaröð.

Ljáum nú hugmyndinni vængi: Ísland verði kynnt sem „náttúruleg sóttkví“ og Icelandair verði „sóttkví háloftanna“.

1) Ferðamenn verði boðnir velkomnir í „bestu náttúrulegu sóttkví veraldar“, þ.e. til Íslands. Allir sem koma til landsins verði veiruprófaðir tvisvar eins og nú, en dvöl í húsbíl, á hóteli eða í sumarbústað verði gerð og viðurkennd örugg, svo fremi sem ferðamenn hlaði niður smitrakningarappinu. Hótel undirgangist skuldbindingu um ákveðna hámarksnýtingu, td. bara annað hvert herbergi verði nýtt, eða annað hlutfall. Ferðamenn geti m.ö.o. ferðast öruggir innan sóttkvíarinnar.

2) Icelandair verði kynnt sem „sóttkvíað“ flugfélag. Allar 757 vélarnar verði gerðar öruggar með því að fjarlægja aðra hverja sætaröð og setja þess í stað skilrúm úr plexigleri, sem aðgreinir loftstreymi að ofan úr loft-túðum þannig að nánast aðeins síað loft berist að vitum farþega. Aðeins fjölskyldum verði raðað saman í sætaröð. Hjúkrunarfræðingur taki á móti öllum farþegum og gangi úr skugga um hitaleysi og vísi þeim frá sem ekki virðast hraustir. Allar varúðarráðstafanir verði eins og í þeim „sjúkraflugum“ sem Icelandair fór í upphafi Covid19.

3) Íbúar landsins vinni heimanfrá, eftir því sem unnt er og eldri starfsmenn og fólk með undirliggjandi heilsubrest gangi fyrir. Eldra fólki verði heimilt að halda til í sumarhúsum, gegn því að láta næstu heilsugæslu vita og skrá dvölina. Þessi dreifing íbúa verði hámörkuð eftir öllum hugsanlegum leiðum, til að gera landið að trúverðugri náttúrulegri sóttkví.

Munið að í „hugarflugi“ má ekki vera með neikvæðni, en fram komnar hugmyndir eigað að kveikja aðrar, ekkert endilega betri eða gallalausar. Síðar verður unnið úr fram komnum ábendingum. Þá koma þessir jarðbundnu efasemdarmenn fram með sínar ábendingar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: