- Advertisement -

Ísland hefur staðið sig afgerandi illa

Gunnar Smári skrifar:

Því hefur verið haldið fram, ekki bara af stjórnvöldum, heldur líka fjölmiðlafólki, að Íslendingar hafi staðið sérdeilis vel gagnvart kórónafaraldrinum. Forsendur að baki slíku fullyrðingum er oftast samanburður við lönd á meginlandi Evrópu. Réttur samanburður væri hins vegar lönd sem eru lík okkar landi, ríki sem njóta þess að vera eyjur og hafa því betri tæki til að verjast veirunni en þau lönd sem illa geta varist henni á landamærum.

Á þessi grafi sést hvernig kórónafaraldurinn hefur farið í gegnum stærstu eyjar heims, sem eru líka sjálfstæð ríki. Upplýsingar um eyjar sem tilheyra stærri ríkjum liggja ekki fyrir, en við vitum þó að faraldurinn hefur verið miklum vægari á Grænlandi og í Færeyjum, svo dæmi séu tekin úr nágrenni okkar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En grafið sýnir skýrt að Íslandi (græn lína sem rís tvívegis hátt yfir aðrar línur) hefur staðið sig illa, í raun afgerandi illa, í samanburði við þau lönd sem eðlilegast væri að bera Ísland saman við; eyríki.

Við ættum því að hætta á að þrástagast á að við séum best í heimi. Þessi söngur hefur slævt stjórnvöld, sem eru núorðið sem ölvuð af sjálfsánægju, svo að þau telja sig ekki þurfa að beita sömu aðgerðum og stjórnvöld annarra ríkja hafa þurft að grípa til. Stundum er engu líkara en ráðherrar telji sig nánast geta sussað á veiruna eins og Jesús sussaði á vindinn forðum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: