- Advertisement -

Jón Már kvaddi með hvelli: „Lokapróf eru gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna og hafa ekkert með nám og menntun að gera“

Skólameistari MA, Jón Már Héðinsson, sem nú lætur af störfum, lét í sér heyra í ræðu sem hann hélt við brautskráningu skólans í dag – þá síðustu sem hann hélt sem skólameistari.

Jón Már tók við starfi skólameistara í MA árið 2003, af Tryggva Gíslasyni; áður hafði hann starfað sem kennari við skólann frá árinu 1980; útskrifaðist sjálfur sem stúdent úr skólanum árið 1974.

Menntaskólinn á Akureyri.

Greinilegt er að Jón Már er með skoðanir á hlutunum og í ræðunni sagði hann meðal annars þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hugmyndafræði lokaprófa er ekki lengur ráðandi í skólanum.“

Bætti við að „lokapróf eru gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna og hefðu aldrei haft neitt með nám og menntun að gera heldur verið þægilegt guðlegt tæki til að flokka fólk og útdeila gæðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: