- Advertisement -

Kapítalistar með dollaramerki í augunum

Nú á að beita ósvífnum blekkingum og níðast á íslenskri náttúru.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Kapítalistar með dollaramerki í augunum gefa lítið fyrir verndun náttúrunnar og hamfarahlýnun. Nú á að beita ósvífnum blekkingum og níðast á íslenskri náttúru til að komast yfir auðæfi. Reynt að svindla sér undan rammaáætlun. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, bendir á að fyrirtækið Íslensk vatnsorka sé að leika þennan leik og sé ekki eini virkjanaaðilinn sem nú freisti þess að fara þessa leið. „Það er að segja, menn eru með virkjanahugmyndir sem þola ekki faglega skoðun.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ólafur vísar hér til þess að Íslensk vatnsorka sé leggja fram tillögu að Hagavatnsvirkjun á Langjökulssvæðinu sem er rétt undir þeim stærðarmörkum sem kalli á meðferð í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Á sama tíma sé boðað að aðeins sé um fyrsta áfanga að ræða. Til standi að stækka virkjunina með því að nýta vatnasvið Jarlhettukvíslar sem er á milli Langjökuls og móbergshryggjarins Jarlhetta.

Já, passað að hafa það örlítið undir stærðarmörkum svo það gangi í gegn en svo eigi bara að stækka og stækka. Ólafur segir þetta svæði algjöra náttúruperlu og dásamlegt svæði fyrir ferðamenn. „Þar birtast öll helztu einkenni íslenzkra óbyggða, jöklar, háfjöll, hraun, eldgígir, sandar, ár, lækir og stöðuvötn, öræfin í allri sinni nekt og hrikaleika, en einnig grasflæmi og blómskrúð. Þar í grennd við jökulinn rifjast einnig upp hluti af sögu þjóðarinnar, sókn og sigrar, undanhald og ósigrar, einnig dularheimur þjóðsagna og ævintýra; land og saga renna saman í heild.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: