- Advertisement -

Lenya birtir ljót skilaboð: „Hvers vegna klæðirðu þig alltaf eins og drusla?“

Vara­þing­maður Pírata, Lenya Rún Taha Ka­rim, deildi á Twitter-síðu sinni viðbjóðslegum og að sjálfsögðu nafn­lausum skila­boðum sem henni bárust þar.

Lenya hefur áður fengið ógeðfelld skilaboð full af kven­hatri og ras­isma.

Einn hugleysingjanna setur út á klæðburð Lenyu:

„Hvers vegna klæðirðu þig alltaf eins og drusla? Þú ert vara­þing­maður, hagaðu þér þannig.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lenya hefur vakið athygli fyrir flotta framgöngu og er opin og óhrædd manneskja sem lætur ekki hatur, fáfræði og fordóma stoppa sig. Einnig hefur Lenya vakið athygli fyrir glæsilegan klæðnað og er óhrædd við að vera bara eins og hún vill vera – eins og fólk á að vera.

En því miður er Le­nýa orðin vön slíkum skilaboðum frá hugleysingjum sem hata bæði kvenfólk og útlendinga; og sem betur fer kann Lenya að svara fyrir sig.

Gerði það svona:

„Gleymist að ég sé bara 22 ára, má ég að­eins. Ef ég klæði mig á í­halds­saman hátt er ég mússa­kerling sem vill inn­leiða shaira­lög, ef ég klæði mig SUMAR­lega er ég drusla.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: