- Advertisement -

Leynd­ar­hyggjan í stjórnmálunum

Björn Leví Gunnarsson:
„Þetta er al­var­legt mál því þegar ráðherra hlutast til um skip­un dóm­ara, ráðningu í fræðasam­fé­lag­inu eða skip­ar flokks­gæðing um­fram hæfn­ismat þá verður Ísland verra en það gæti verið.“

„Mest­ur tími þings­ins ætti að fara í eft­ir­lit með fram­kvæmda­vald­inu,“ segir meðal annars í Moggagrein sem Björn Leví Gunnarsson Pírati skrifar.

„Þegar maður átt­ar sig á því skil­ur maður líka af hverju þingið er fast í óskil­virk­um laga­setn­ing­argír. Því að á meðan þingið er fast í því fari eru ráðherr­ar með „losn­ar frítt úr fang­elsi“-spil á hendi. Ef svo ólík­lega vill til að eitt­hvað óhreint komi upp úr pok­an­um, kannski út af þrot­lausri vinnu rann­sókn­ar­blaðamanna eða vegna þess að fólk leit­ar rétt­ar síns fyr­ir mann­rétt­inda­dóm­stól, er ráðherr­ann alltaf á bak við af­sök­un­ar­skjald­borg þing­flokka í meiri­hluta­stjórn sem er límd sam­an með sam­trygg­ing­unni,“ skrifar þingmaðurinn.

„Þetta er al­var­legt mál því þegar ráðherra hlutast til um skip­un dóm­ara, ráðningu í fræðasam­fé­lag­inu eða skip­ar flokks­gæðing um­fram hæfn­ismat þá verður Ísland verra en það gæti verið. Þetta þýðir verri niður­stöður þegar borg­ar­ar leita rétt­ar síns, lé­legri vís­indi og hlut­dræga stjórn­sýslu þar sem mál­efna­leg rök skipta ekki máli held­ur hvaða flokks­skír­teini fólk ber.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af­leiðing­in af því eru glötuð tæki­færi, rang­læti, leynd­ar­hyggja til þess að fela ófag­leg­heit­in og verra Ísland. Það sem við þurf­um er minni­hluta­stjórn svo fram­kvæmda­valdið ráði ekki öllu og ný og betri stjórn­ar­skrá með frum­kvæðis­rétti og mál­skots­rétti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: