- Advertisement -

Maður á stórum jeppa keyrði viljandi yfir andarunga á Seltjarnarnesi: „Þetta var ekki slys og situr mjög í mér“

Kristín nokkur í Facebook-hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi setti þar inn færslu sem er miður falleg:

„Ég á það ekki til að pósta svona færslum en ég get ekki staðið á mér.

Kærastinn minn var á leiðinni í golf áðan og á undan honum var maður á stórum hvítum Volkswagen jeppa. Maðurinn á jeppanum keyrði yfir andarunga á leiðinni yfir götuna. Það var eins og hann ætlaði að stoppa fyrir ungunum en svo þegar þeir byrjuðu að labba yfir götuna keyrði hann áfram.“

Kristín segir að „eftir lá einn unginn væng og fótbrotinn að reyna að sprikla á eftir hjörðinni. Kærastinn minn hringdi í lögregluna til þess að unginn yrði fjarlægður svo hann væri ekki í þjáningu (hann tók hann auðvitað af götunni).“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún segir einnig að „þetta situr mjög í mér. Ég skil vel að slys geta gerst en þetta var ekki slys. Við erum að fara á þeirra svæði og eigum þar af leiðandi auðvitað að passa okkur. Ég vona líka að þessi maður taki þetta til sín.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: