- Advertisement -

Maðurinn sem felldi ríkisstjórnina látinn

Róbert Árni Hreiðars­son er látinn; hann kallaði sig Robert Down­ey á seinni árum lífs síns, en Róbert lést 19. júní.

Hann var 76 ára að aldri.

Róbert var lög­maður; hann var sak­felldur árið 2008 fyrir margskonar kyn­ferðis­brot gegn ólögráða unglingsstúlkum.

Í kjölfarið var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Róberti var veitt upp­reist æru fyrir sex árum síðan; gat með því hafið störf við lög­mennsku á ný.

Óhætt er að segja að á­kvörðunin um upp­reista æru Róberts hafið vakið mikla ólgu í sam­fé­laginu. Mjög mikla.

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson. Samsett mynd.

Róberti og Hjalta Sigurjóni Haukssyni var báðum veitt uppreist æru sama dag, 16. september 2016. Sú ákvörðun gerði allt vitlaust í íslensku samfélagi; leiddi að lokum til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar sprakk.

Og gerðist það eftir að Sigríður Á Andersen upplýsti í beinni útsendingu á Stöð 2 hvenær Bjarni Benediktsson vissi af þætti föður hans, Benedikts Sveinssonar, í málinu, en hann hafði í gegnum árin af einhverjum ástæðum veitt Hjalta Sigurjóni ýmsa hjálp og fyrirgreiðslu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: