- Advertisement -

Malín gekk í það heilaga: „Brúðurin fór beint að keppa í ralli eftir hjónavígsluna“

„Frábæra fólk! Við Doddi minn giftum okkur í gær og takk fyrir kveðjurnar – sem við lesum á eftir!,“ segir Malín Brand sem nú er gift kona: Sá heppni heitir Þórður Bragason, og er eins og Malín, með bíladellu á háu stigi.

Heppinn maður hann Þórður.

„Það hefur enn ekki gefist tími til að lesa kveðjurnar því brúðurin fór beint að keppa í rallý eftir hjónavígsluna og brúðguminn var líka í rallýstússi.“

Malín hér á fullu í rallý-akstri.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Malín lýsir deginum þannig:

„Brúðkaupsdagurinn var alveg dásamlegur. Við Helgi Óskarsson kepptum á ofur-rallýbílnum hans, og gekk vel í gær, en ekki eins vel í dag; því skiptingin var ekki ofur-skipting,“ segir hún og bætir við:

„Það að verja brúðkaupsdeginum í rallinu, er fullkomlega við hæfi því ef ekki væri fyrir rallið hefðum við Doddi ekki kynnst. Lífið er gott, rallið er snilld og mikið er nú gaman að vera til!“

Miðjan sendir sínar bestu kveðjur til rallý-hjónanna fallegu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: