- Advertisement -

Margrét hjólar í Hreyfil: „Fannst bílstjórinn vægast sagt undarlegur í samskiptum“

Margrét Hugrún Gústavsdóttir, ritstjóri Pjatt.is, furðar sig á þeirri leyndarhyggju sem ríkir í kringum íslenska leigubílstjóra. Á dögunum tók hún leigubíl hjá Hreyfli og eftir að hafa fundist bílstjórinn vægast sagt skrítinn varð hún forvitin. En það var sama hvað hún reyndi, alls staðar kom hún að lokuðum dyrunum þegar kom að upplýsingum um viðkomandi.

Margrét Hugrún gerir leyndarhyggjuna að umtalsefni sínu í nýjum pistli á Pjatt.is. Að hennar sögn var umræddur leigubílstjóri vægast sagt undarlegur í samskiptum og eiginlega of skrítinn að hennar mati til að eiga að vera keyra leigubíl.

„Mig langaði að vita frekari deili á manninum en það voru engar upplýsingar um hann sýnilegar í bílnum. Sjálfur var hann með öryggismyndavél – og grímu fyrir andlitinu. Ég vildi ekki spyrja til nafns, stemmningin bauð ekki upp á það, en þetta vakti mig til umhugsunar,“ segir Margrét Hugrún.

Ritstjórinn hefur víða ferðast og bendir á að í flestum þeim borgum sem hún hefur stokkið upp ´i leigubíl fari aldrei á milli mála hver sé bílstjórinn hverju sinni. Margréti Hugrúnu finnst skrítið að svo sé ekki á Íslandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Verandi blaðamaðurinn og meðvitaði neytandinn sem ég er þá bjallaði ég auðvitað í Hreyfil í morgun og spurði út í nafn þessa bílstjóra (ég hafði númer bílstjórans á kvittun). Svarið sem ég fékk var að slíkar upplýsingar væru ekki gefnar upp, án sérstaks leyfis frá bílstjóranum. Furðulegt? Já það finnst mér,“ segir Margrét Hugrún og bætir við:

„Starfsfólk í matvöruverslunum er merkt með nafni, og þegar það réttir manni strimil af kassanum þá kemur nafn þeirra fram á honum. Nöfn flugmanna eru hátíðlega tilkynnt þegar vélin er komin á loft, allt heilbrigðisstarfsfólk er með nafnspjöld framan á sér os.frv. os.frv… En einhver random undarlegur leigubílstjóri sem veit töluvert meira um viðskiptavini sína en starfsmaður á kassa í Hagkaup fær að krúsa um með grímu og myndavél og enginn má vita hvað hann heitir nema með sérstöku leyfi frá honum sjálfum. Verulega sérstakt. Bara á Íslandi?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: