- Advertisement -

„Mikið áhyggjuefni ef blómlegasta landbúnaðarhéraðið er að leggjast af“

Þetta er kerfislægur vandi og sá flokkur sem stóð vörð um bændur til skamms tíma virðist hafa sofnað á vaktinni.

Jakob Frímann Magnússon.

„Þeir sem hafa búið utan Íslands, tímabundið eða til lengri tíma, hafa flestir sömu sögu að segja af gæðum íslenska rjómans, íslensku ostanna, íslensku afurðanna. Hollmetið sem á Íslandi er framleitt um sveitirnar landið um kring er annálað. Gæði matvælanna eru ekki aðeins til að gleðja bragðlaukana heldur til að efla með okkur vissu um það að hér stundum við landbúnað og fæðuframleiðslu í hæsta gæðaflokki. Og á viðsjárverðum tímum er það auðvitað sjálft fæðuöryggið sem við búum við hér,“ sagði Jakob Frímann Magnússon Flokki fólksins.

„En nú ber svo við að ég var að koma úr einu blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins við Eyjafjörð, Eyjafjarðarsveit. Þar er ástandið því miður þannig eins og aðstæðum er háttað í íslenskum landbúnaði í dag að þar er verið að skella í lás á fleiri en einum stað og fleiri en tveimur. Það er mikið áhyggjuefni ef blómlegasta landbúnaðarhérað Íslands er að leggjast af. Við vitum að verð á áburði hefur hækkað um 90% bara á undanförnum tveimur árum, fóðrið hefur hækkað um þriðjung og svo er auðvitað það sem allir búa við, þessar vaxtahækkanir, þær bitna gríðarlega á sérstaklega bændum sem hafa verið neyddir til þess af erlendum tilskipunum að byggja ný fjós, nýtt umhverfi. Þeir kvarta sömuleiðis undan því að við höfum engan landbúnaðarráðherra lengur, að við höfum engan ráðherra í héraði hér. Þessu þarf að breyta, gott fólk. Þetta er kerfislægur vandi og sá flokkur sem stóð vörð um bændur til skamms tíma virðist hafa sofnað á vaktinni. Við skulum halda fæðuörygginu í lagi og tryggja kjör bænda sem veita okkur bestu matvæli í heimi,“ sagði Jakob Frímann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: