- Advertisement -

Milli tíu og fimm

Hér á eftir kafli úr vikulegum pistli Sifjar Sigmarsdóttur í helgarblaði Fréttablaðsins. Myndina tók ég fyrir fáum vikum. Vil ekki segja hvar.

Viðmót, samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, héldu í vikunni setuverkfall í neyðarskýlinu á Granda fyrir heimilislausa karlmenn. Skýlið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er lokað milli tíu og fimm á daginn. „Það er að koma vetur,“ segir í tilkynningu frá samtökunum þar sem bent er á að það skjóti skökku við að þegar veður er svo vont að forráðamönnum barna sé gert að sækja þau í skólann eru neyðarskýli fyrir heimilislausa lokuð.

„Við erum bara að kalla eftir hjálp,“ sagði Ragnar Erling Hermannsson, félagi í Viðmóti, í samtali við Fréttablaðið. Samtökin vilja að komið verði á fót dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn í anda þess sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur fyrir konur. Einnig óska þau eftir að neyðarskýlum verði ekki lokað yfir daginn sé veðurviðvörun gul eða hærri.

„Við getum fengið hlý föt og svona í skýlinu en sama hvað maður er vel klæddur þá er manni samt kalt ef maður er úti allan daginn,“ segir Ragnar og kveðst kvíða vetrinum. Síðastliðinn þriðjudag, þegar mikil rigning var í Reykjavík, leitaði hann skjóls í bílakjallara. Kaldir líkamar leita hlýju í húsasundum og bílakjöllurum. Þar er manneskja. Þar er saga. Skömm er að því að eitt ríkasta samfélag heims telji sér ekki fært að veita heimilislausum húsaskjól milli tíu og fimm á daginn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: