- Advertisement -

Mogginn pirraður á Vinstri grænum

„Ágreiningur á stjórnarheimilinu jókst þá jafnt og þétt innan þings sem utan, svo mjög að ríkisstjórnin sá sér þess vænstan kost að pakka saman og senda þingið heim.“

Andrés Magnússon.

Andrés Magnússon, hægri hönd Davíðs Oddssonar, skrifar grein í Moggann. Þar kemur í ljós óendalegur pirringur í garð Vinstri grænna. Meðal annars fjallar Andrés um samningalotuna fyrr á árinu.

„Hitt var þó kannski verra að vinnumarkaðsráðherrann Guðmundur Ingi Guðbrandsson ákvað að gera nákvæmlega ekki neitt í því fyrr en kannski eftir þá kjaralotu, sem nú er nýhafin. Það stappar nærri embættisvanrækslu, en það segir sitt um stjórnarsamstarfið, að enginn stjórnarliði hefur svo mikið sem ræskt sig vegna þess, þó harðar vinnudeilur geti valdið gríðarlegum skaða. Og fellt ríkisstjórnir,“ skrifaði Andrés.

Andrés skrifar ákveðið um pirringinn í ríkisstjórninni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fannst þingið tefja fyrir sér.

„Ekki að það þurfi slík skakkaföll til, því oft virðist ríkisstjórnin sjálfri sér nóg um tilefnin, eins og landsmenn horfðu upp á liðið vor. Ágreiningur á stjórnarheimilinu jókst þá jafnt og þétt innan þings sem utan, svo mjög að ríkisstjórnin sá sér þess vænstan kost að pakka saman og senda þingið heim.“

Það var á vorþinginu sem ríkisstjórnin gafst upp á þinginu. Fannst það tefja fyrir sér.

„Það hrökk þó ekki til því þegar ráðherrar komu til ríkisráðsfundar á Bessastöðum liðlega viku síðar, sagði Bjarni Benediktsson að þingið hefði brugðist í afgreiðslu þingmála vegna hælisleitenda og stjórnvöld misst alla stjórn á málaflokknum. Hann sagði þingið, en átti vitaskuld við að samstarfsflokkarnir hefðu ekki staðið sig. Grasrót Vinstri grænna og vænn hluti þingflokksins ærðist við þetta og þingskörungurinn Jódís Skúladóttir sakaði sjálfstæðismenn um rasisma, orð sem hún hefur hvorki dregið til baka né beðist afsökunar á.“

Þá er komið að Svandísi. Hún er óvinsæl meðal fólksins í Valhöll.

„Sem matvælaráðherra veit Svandís Svavarsdóttir að best fer á að tilreiða hefndir sem kaldan rétt og beið því til næsta dags með að skella á hvalveiðibanni, sem mikill vafi leikur á um að hún hafi gert með lögmætum hætti.

Hugsanlega bannaði Svandís hvalveiðar í bræðiskasti.

Þann dag munaði engu að ríkisstjórnin spryngi með braki og brestum og hefði mögulega gert það ef rifrildið innan hennar hefði ekki verið rofið af landsleik við Portúgali, en við svo búið ráku flokksformennirnir þingmenn í sumarfrí og vonuðu það besta.

Hugsanlega bannaði Svandís hvalveiðar í bræðiskasti, en hugsanlega var það úthugsaðra. Sú aðgerð var vís til þess að gleðja grasrótina og sigur fyrir hana, en hefði stjórnin sprungið er eins líklegt að Katrín hefði kvatt stjórnmálin fyrr en síðar og Svandís ugglaust valin formaður.“

Og svo þetta:

„Hvernig sem í þann pott var búið segir ofangreind atburðarás allt um hugarþelið og samstöðuna í ríkisstjórninni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: