- Advertisement -

Mótmælir að Múlalundur verði sleginn af

„Að ætla að senda þeim þau skilaboð að þau eigi að fara á almennan vinnumarkað er eiginlega eitthvað það lágkúrulegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt frá því að ég kom á Alþingi Íslendinga.“

Inga Sæland.

Alþingi Inga Sæland, formaður Flokks fólsins, tók til máls á Alþingi til að tala um verðandi örlög Múlalundar. Búið er að tilkynna að framlögum til Múlalundar. Yfir til Ingu:

„Ég ætla að tala um Múlalund, verndaðan vinnustað sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hyggst ætla að slá út af borðinu í þeirri mynd sem hann er og það undir formerkjum um velferð og framtíðarsýn fatlaðs fólks til næstu fjögurra ára. Þar sem liggur fyrir er að Vinnumálastofnun hefur ákveðið að hætta fjárstuðningi við Múlalund. Hvaðan skyldi sú skipan koma? Frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, frá hæstvirtum félags- og vinnumarkaðsráðherra. Það gerir sem sagt Múlalundi ókleift að starfa í óbreyttri mynd. Þar starfa 32 einstaklingar sem þurfa allir stuðning. Þetta er sérhæfður verndaður vinnustaður sem felur það í sér að einstaklingarnir eru með margar ólíkar og mismunandi stuðningsþarfir.“

Inga var hvergi hætt:

Þú gætir haft áhuga á þessum

…og klæða það í kjól gæsku…

„Að ætla að senda þeim þau skilaboð að þau eigi að fara á almennan vinnumarkað er eiginlega eitthvað það lágkúrulegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt frá því að ég kom á Alþingi Íslendinga, og klæða það í kjól gæsku og framtíðarsýnar og velvildar fyrir fatlað fólk sem er með margar ólíkar og mismunandi stuðningsþarfir. Múlalundur er vinnustaður sem við höfum öll notið góðs af; skólar, skrifstofur og vinnandi stéttir í landinu, því að þau framleiða fyrir okkur vörur sem eru vandaðar og yndislegar. Ég hvet alla landsmenn, alla sem vettlingi geta valdið, til að versla alveg eins og aldrei fyrr við Múlalund og sýna þakklæti í verki og sýna það að hugsanlega getur þessi yndislegi verndaði vinnustaður hreinlega staðið undir sér sjálfur þrátt fyrir einbeittan vilja félags- og vinnumarkaðsráðherra til að leggja hann niður í þeirri mynd sem við þekkjum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: