- Advertisement -

„Myndefni af nýfæddum börnum er sérstakur flokkur barnaníðsefnis“

Anna Þorsteinsdóttir íþróttafræðingur biðlar til íslenskra foreldra að hætta að deila myndum af ungum börnum sínum á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að til séu sérstakar barnaníðssíður þar sem lögð er áhersla á myndir af börnum í bleyju.

„Ég er ekki að skammast í neinum sem hefur verið að gera þetta, ég var líka þarna sjálf. Ég er að reyna að fá aðra til að komast á þann stað að gera sér grein fyrir hættunum,“ segir Anna í samtali við DV.

Anna segist segist sjálf hafa birt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og því skilji hún vel að fólk geri það. En eftir að hafa kynnt sér málið frekar og komist að því að barnaníðingar sækjast í myndefni af kornungum börnum, allt niður í nýfædd börn sem eru enn með naflastrenginn, breytti hún hvers konar efni hún deilir á samfélagsmiðlum. 

„Ég sjálf fattaði þetta ekki. Myndefni af nýfæddum börnum er sérstakur flokkur barnaníðsefnis. Maður er svo saklaus eitthvað en það er svo mikið til af ógeðslegu fólki. Heimurinn er svo ljótur og internetið sérstaklega. Maður heldur að ekkert slæmt gerist á Íslandi en internetið er ekki bundið við Ísland, heldur opið fyrir öllum heiminum,“ segir Anna og heldur áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er ekkert foreldri sem deilir dásamlegum augnablikum af börnunum sínum og býst við einhverju svona. Sökin liggur alfarið hjá fólkinu sem misnotar myndirnar. Margir níðingar nota forrit til að finna þessar myndir á netinu. Maður hugsar um ungbörn og þetta er það saklausasta sem til er. Að einhver skuli horfa á þessar myndir og hugsa kynferðislegar hugsanir er svo sturlað, en það gerist og það er mikilvægt að fólk átti sig á því.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: