- Advertisement -

Námslánaskuldir eru nú hluti af kjaramálum aldraðra

„Námslánaskuldir eru orðnar hluti af kjaramálum aldraðra. Þessar skuldir falla ekki niður fyrr en við andlát lántakanda og þróunin hefur orðið sú að námsskuldir fylgja fólki lengra og lengra fram eftir aldri. BHM kannaði stöðu félagsmanna sína gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna í síðustu kjarakönnun sinni.“ Þetta má lesa á heimasíðu BHM, sjá nánar hér.

„Könnun BHM leiddi í ljós að 86% svarenda höfðu tekið námslán, og þeir töldu endurgreiðslur valda umtalsverðu álagi á fjárhags sinn, eða sem svarar þriggja vikna tekjum á hverju hausti. Konur greiða lán sín hægar upp en karlar, enda laun þeirra almennt lægri og endurgreiðslur tekjutengdar. Lán eru hins ámóta há hjá báðum kynjum. Þá skulda um 20% svarenda 60 ára og eldri enn námslán, og Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM býst við að það hlutfall eigi eftir að hækka.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: