- Advertisement -

Verkfall flugfreyja í skugga lagasetninga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði mikla hagsmuni hafa ráðið því að ákveðið var að setja lög á verkfall flugmanna. Hann nefndi mikla uppbyggingu í ferðaþjónustu og hversu miklir hagsmunir eru undir og því sé brýnt að ferðamenn komist til landsins og frá því.

Flugfreyjur eru byrjaðar í sinni baráttu og tímabundnar vinnustöðvarnir eru hafnar. Forsætisráðherra sagðist halda að annar gangur sé í þeirra viðræðum en flugmanna og hann sagðist vonast til að samningar takist svo ekki þurfi að hafa meiri áhyggjur af því.

Ljóst er þó að verkfall og launabarátta þeirra er háð í skugga þess að ríkisvaldið geti stöðvað aðgerðir þeirra takist ekki samningar, með sömu rökum og gert var með flugmenn.

„Það er mjög leiðinlegt að þurfa að grípa inní,“ sagði Sigmundur Davíð með lagasetninguna á flugmenn.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: