- Advertisement -

Samherji og Kaupfélagið fengu opinbera styrki til kaupa á rafmagnslyftara

„En þegar kemur að hreyfihömluðum þá er enginn hér í salnum og það þarf helst að toga þessar upphæðir með töngum út úr ríkissjóði.“

Sigurjón Þórðarson.

„Það eru til fjármunir fyrir elítuna og fyrir elítuna í Sjálfstæðisflokknum en síðan er minna eftir fyrir hina. Þetta ætti hinn almenni kjósandi þess flokks eða sá sem er enn þá að leggja honum lið að hugsa um og hugsa sinn gang. Þetta er auðvitað ekki lengur flokkur allra landsmanna og alls ekki þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Þetta er flokkur bílaleiganna. Þetta er einnig flokkur fleiri aðila, ekki mjög margra, sem eru þar í forgrunni þegar á að veita styrki. Við vitum að það er fámennur hópur sem hefur einokun á því að nýta fiskimiðin og fá jafnvel fiskinn í vinnslurnar á lægra verði en aðrir. En þeir fá líka fleiri styrki, herra forseti,“ sagði Sigurjón Þórðarson varaþingmaður Flokks fólksins.

Þegar kemur að hreyfihömluðum þá er enginn hér í salnum.

„Þeir fá styrki, gott ef það voru ekki 270 milljónir sem stórútgerðin fékk í styrki núna, m.a. til að kaupa rafmagnslyftara. Þetta eru tæki sem hafa verið í notkun, alla vega þegar ég var að vinna í frystihúsi Þormóðs ramma fyrir nokkrum áratugum síðan, þá var rafmagnslyftari þar. Þannig að það er ekki mikil nýsköpun en þegar það þarf að koma út peningum þá er bara fundin einhver ástæða og þarna fóru 270 millj. kr., ef ég man það rétt, herra forseti, bara svona út úr Orkusjóði. Engin nýsköpun sem ég gat séð að væri nokkur í þessum verkefnum. En þegar kemur að hreyfihömluðum þá er enginn hér í salnum og það þarf helst að toga þessar upphæðir með töngum út úr ríkissjóði meðan það bara streymir út úr honum og alls konar fyrirsláttur notaður, t.d. til kaupa á rafmagnslyfturum. Þetta er alveg ótrúlegt,“ bætti Sigurjón við.

Þetta er bara orðið of langt gengið.

„Það eru fleiri styrkir sem renna til elítunnar. Ég bý á Sauðárkróki og ég hef alltaf verið fylgjandi flutningsjöfnunarstyrkjum. En þegar ég sá hvert flutningsjöfnunarstyrkirnir renna þá fóru að renna á mig tvær grímur því að það var ekki til minni fyrirtækjanna. Maður sá ekki að þetta kæmi kannski beint við budduna hjá bændum sem eru t.d. að flytja vörur eða þess háttar en mögulega gerir það það. En bróðurparturinn af peningunum fór til stórfyrirtækjanna, til fyrirtækjanna sem njóta nú þegar forréttinda og eru kvótaþegar. Það þarf auðvitað að koma meiri fjármunum á þau. Þetta er bara orðið of langt gengið. Þetta er mjög öfugsnúið, sérstaklega ef maður skoðar það í samhengi við það sem við erum að ræða hérna, styrki til hreyfihamlaðra. Þeir eru settir greinilega mun aftar í forgangsröðina heldur en ágætt fyrirtæki norður í landi, Samherji t.d. og það fyrirtæki sem ég er félagsmaður í, Kaupfélag Skagfirðinga. Það er í forgrunni,“ sagði Sigurjón Þórðarson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: