- Advertisement -

Haustið verður þungt og veturinn erfiður

„Mál sem stjórnarflokkarnir slátra svo eftir innbyrðis skylmingar og vopnaskak.“

Sigmar guðmundsson.

Alþingi Sigmar Guðmundsson tók til máls á Alþingi í gær. Hann byrjaði ræðu sína á þessum orðum:

„Enn eina ferðina erum við í þeim sporum hér á Alþingi að ósamstiga ríkisstjórnarflokkar geta ekki komið sér saman um það hvernig eigi að ljúka þessum þingvetri. Við vitum ekkert hvaða mál á að klára. Þetta er ekki bara eitthvert prívatmál þriggja flokka, undir eru stór mál sem varða mikla hagsmuni og hafa mikil áhrif á líf og lífskjör almennings og á allt atvinnulífið líka.“

Eflaust er þetta hverju orði sannara. Ríkisstjórnin er þríklofinn og minnsti bitinn, það er VG, er í tilvistarkreppu.

Áfram með Sigmar:

…að afgreiða risastór mál í miklum spreng.

„Við mætum hér til vinnu eftir hlé vegna forsetakosninga og það er mjög gagnrýnivert að sá tími hafi ekki verið nýttur betur til að forgangsraða málum og gefa þannig nefndum þingsins og þingmönnum tækifæri til að vinna markvisst í þeim málum sem á að klára en verja ekki löngum tíma í mál sem stjórnarflokkarnir slátra svo eftir innbyrðis skylmingar og vopnaskak, að myndin sé ekki skýrari eftir tveggja vikna hlé er auðvitað mjög vont. Þetta hefur vond áhrif á þau lög sem hér verða samþykkt. Þau fá ekki þá yfirlegu sem þarf og mistök verða, eins og við þekkjum vel.

Það gengur ekki að ætla sér að afgreiða risastór mál í miklum spreng, til að mynda fjármálaáætlun, lagareldið, lögreglumálin, samgönguáætlun, söluna á Íslandsbanka, ÍL-sjóð, almannatryggingar, vindorkuna, Mannréttindastofnun og mörg fleiri. Við munum vel hvernig þinglokin fóru síðasta vetur en þá var fjölmörgum málum ofur einfaldlega ýtt út af borðinu, stórum málum, vegna þess að stjórnarflokkarnir gátu ekki náð samkomulagi.“

Vel á minnst hjá Sigmari. Ríkisstjórnin fór í fýlu og lokaði þinginu. Sendi þingmenn heim. Nennti þessu ekki lengur.

Sigmar endaði fína ræðu svona:

„Þetta hefur forsætisráðherra opinskátt talað um að megi ekki endurtaka sig en enn sem komið er höfum við enga vissu fyrir því að betur fari þetta vorið. Við skuldum fólkinu í landinu að vinna hér agað og markvisst að málum sem færa eiga samfélagið fram á við. Allir hafa fengið nóg af því að ósætti þriggja flokka haldi bæði þingi og þjóð í kyrrstöðu.

Staða heimilanna og staða fyrirtækja er að þyngjast hratt. Miklar blikur eru á lofti í ferðaþjónustu og fjöldauppsagnir eru raunveruleikinn. Haustið verður þungt og næsti vetur erfiður. Við þær aðstæður þarf þingið að starfa og starfa vel. Sú er ekki staðan núna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: