- Advertisement -

Forsætisráðherra í fúinni ríkisstjórn

„Fólk á bara að taka vaxtaokrið á kassann og fá sér köku á afmæli lýðveldisins.“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugssdóttir.

Alþingi „Nýr forsætisráðherra í fúinni ríkisstjórn hefur nú setið í rúman mánuð. Hann hefur lítið haft sig í frammi í nýju embætti, nánast eins og hann sé hættur í pólitík eins og forveri hans sem nú er í framboði til forseta,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður í Viðreisn.

„Það er kannski dálítið eins og þau séu bæði í framboði til forseta og öll pólitík í pásu á meðan. Síðasta innkoma forseta hér í þingsal í aðdraganda forsetaframboðsins voru skilaboð hans um að þræleðlilegt sé að henda 30.000 bókum og prenta 30.000 nýjar vegna forsetaframboðs. Þetta hafi hann rætt við fyrrverandi forsætisráðherra og þau séu sammála um þessa ráðstöfun, að setja 30.000 bækur í ruslið, til að forsætisráðherra geti fengið að skrifa formála. Og úr bókaförgun fór forsætisráðherra eðlilega rakleiðis í það að greina þingheimi og þjóðinni frá því hvernig kökur verði á borðum á afmæli lýðveldisins. Það verða bakaðar fínar kökur. Bækur og kökur.“

Þorbjörg hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Benediktsson.
Þessi innkoma nýs forsætisráðherra í fúinni ríkisstjórn hér inn í þingsal eftir mánuð í embætti kjarnaði á einhvern kómískan hátt erindi eða erindisleysu ríkisstjórnarinnar sem talar um bækur, kökur og fólkið í landinu sem neitar að hlýða.

„Á þessum sama þingfundi fór forsætisráðherra síðan yfir þá afstöðu ríkisstjórnar sinnar, eftir að hann var búinn að ræða um bækur og kökur, að viðra þungar áhyggjur af því að heimili landsins séu að segja sig úr lögum við samfélagið með því að flýja yfir í verðtryggð lán. Það væri sérstakt áhyggjuefni að heimilin væru að yfirgefa óverðtryggðu lánin.

Skilaboðin: Fólk á bara að taka vaxtaokrið á kassann og fá sér köku á afmæli lýðveldisins. Það er sérstakt áhyggjuefni fyrir forsætisráðherra að fólk sem þarf að ná endum saman skuli haga sér svona. Það er sérstakt áhyggjuefni að fólkið í landinu leiti skjóls og reyni að lækka afborganir af lánum sínum. Þessi innkoma nýs forsætisráðherra í fúinni ríkisstjórn hér inn í þingsal eftir mánuð í embætti kjarnaði á einhvern kómískan hátt erindi eða erindisleysu ríkisstjórnarinnar sem talar um bækur, kökur og fólkið í landinu sem neitar að hlýða. Þetta er stefna um gaslýsingu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: