- Advertisement -

Opna fyrir brask með rafmagn

Rafmagn „Sker af þér skallann, þurrka og herði. Sel síðan aftur á uppsprengdu verði.“ Þetta er tilvitnun í texta við lag þeirra bræðra Halla og Ladda.

Ríkisstjórnin ætlar að opna fyrir brask með rafmagn. Stórkaupendur mun fá heimild til að kaupa meira rafmagn en þeir þurfa og fá um leið til að selja öðrum umfram rafmagnið.

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, segir í Mogganum:

„Ég held að hingað til hafi það ekki verið raun­in að slíkt væri ákjós­an­legt fyr­ir álfram­leiðend­ur. Álverðið er alla vega það hátt eins og staðan er í dag en heim­ild­in væri fyr­ir hendi með þess­ari breyt­ingu. Hvort menn nýti hana er allt annað mál. Fyrr í vet­ur var þetta nokkuð til umræðu í tengsl­um við umræðuna um for­gangs­orku, hvort stór­not­end­ur gætu selt aft­ur inn á kerfið, en þá vantaði ein­fald­lega lög til þess. Víða er­lend­is er þessi leið far­in og því var ákveðið að setja þetta inn í frum­varpið.“ 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna blasir skammsýnin við. Þar sem álverð er það hátt sem stendur þá áætlar þingmaðurinn að ekki verði braskað með rafmagnið, rétt sem stendur. Íhugar ekki hvað verður þegar álverð verður ekki eins hátt og nú.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: