- Advertisement -

Ráðherrar fá heimsendar tillögur

„Það er brýnt að við hvert skref sé þingið með í ráðum, ekki síst þar sem rík­is­stjórn Íslands hef­ur kosið að vinna ein­angruð við ákvörðun aðgerða í þeim heims­far­aldri sem nú geis­ar.“

Fólk nýtur sér heimsendingar ýmiskonar þjónustufyrirtækja. Alþingi  er engin undantekning. „Ein­staka hags­munaaðilum er boðið að smíða sín­ar til­lög­ur og færa ráðherr­um en þingið veit í raun ekki hvaðan hug­mynd­irn­ar eru komn­ar,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í Moggagrein.

Helga Vala skrifar: „Þá ber að nefna þær um­tals­verðu til­færsl­ur á fjár­mun­um skatt­greiðenda í ákveðnar aðgerðir sem ein­staka ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar telja rétt að fara í. Þar verður Alþingi, sem fer með fjár­veit­inga­valdið fyr­ir hönd skatt­greiðenda, að vera vel vak­andi og spyrja hvað verið sé að gera, í þágu hverra, hvernig og af hverju. Hver stjórni ferðinni, hvaðan ráðin koma og hvaða hags­munaaðilar hafi komið að ákv­arðana­tök­unni. Það er lýðræðis­leg skylda þing­manna að spyrja slíkra spurn­inga og svo í fram­hald­inu leiðrétta og laga þing­mál sem röng eru eða breyta um stefnu ef betri hug­mynd­ir koma fram við meðferð mála.“

Og Helga Vala skrifar einnig: „Það er brýnt að við hvert skref sé þingið með í ráðum, ekki síst þar sem rík­is­stjórn Íslands hef­ur kosið að vinna ein­angruð við ákvörðun aðgerða í þeim heims­far­aldri sem nú geis­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ein­staka hags­munaaðilum er boðið að smíða sín­ar til­lög­ur og færa ráðherr­um en þingið veit í raun ekki hvaðan hug­mynd­irn­ar eru komn­ar. Það að draga úr virkni Alþing­is á tím­um eins og þess­um er því ekki bara óvar­legt held­ur ólýðræðis­legt og eyk­ur hættu á mis­tök­um við laga­setn­ingu og ákv­arðana­töku sem get­ur haft veru­leg­ar efna­hags­leg­ar og lýðheilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Ég vil hvetja al­menn­ing til að vera vak­andi með okk­ur og koma ábend­ing­um til þing­manna um hvað það sem bet­ur má fara á þess­um tím­um. Við þurf­um að standa sam­an í aðhald­inu,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: