- Advertisement -

Ríkissjóður borgar ekki og semur ekki

Hingað til hafa aðeins fimm sveitarfélög tekið þátt af sextíu og fjórum.

„Reykjavíkurborg er ekki með gildan samning um þjónustu við fólk á flótta frekar en nokkurt sveitarfélag á Íslandi. Hins vegar var í gildi samningur við ríkið um að þjónusta 700 manns á flótta sem rann út 1. apríl. Nú þegar er borgin að þjónusta mun fleira flóttafólk eða um 1300 manns og er mikilvægt að samningar náist um áframhaldandi þjónustu. Mikil þekking og faglegt starf er í velferðar- og skólakerfi Reykjavíkurborgar varðandi móttöku flóttafólks,“ segir í bókun meirihlutans í borgarstjórn.

„Hins vegar er alvarlegur skortur á fjármagni frá ríkinu til að gera sveitarfélögum kleift að sinna börnum á flótta og jafna stöðu þeirra og tækifæri til jafns við önnur börn. Það er mikilvægt að leysa sem og að fleiri sveitarfélög taki þátt í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni að taka á móti fólki á flótta. Hingað til hafa aðeins fimm sveitarfélög tekið þátt af sextíu og fjórum. Stærsta hindrunin er að kostnaður við móttöku barna á flótta lendir nánast alfarið á sveitarfélögum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: