- Advertisement -

Ríkisstjórn sýndarmennskunnar

„Hvar verður sú raf­orka til á Íslandi sem fram­leidd er úr kol­um eða með kjarn­orku? Við vilj­um fá svar við því.“

Eyjólfur Ármannsson.
Væg­ast sagt öm­ur­legt er að horfa upp á þessa föls­un á raun­veru­leik­an­um. Á papp­írn­um fyr­ir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 millj­ón­ir tonna af kol­díoxíði og 20.660 tonn af geisla­virk­um kjarn­orku­úr­gangi vegna sölu upp­runa­ábyrgða.

„Það er grát­legt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okk­ar er máluð í kol­svört­um meng­andi lit­um,“ segir meðal annars í grein sem Eyjólfur Ármannsson. Flokki fólksins, og er að finna í Mogga dagsins.

Tilefnið er hið falsaða orkubókhald þar sem Ladnsvirkjun er stórtæk og græðir gnógt. „Sala upp­runa­ábyrgða til ESB sýn­ir á papp­írn­um að 87% raf­orku á Íslandi sé fram­leidd með 57% jarðefna­eldsneyt­is og 30% kjarn­orku. Væg­ast sagt öm­ur­legt er að horfa upp á þessa föls­un á raun­veru­leik­an­um. Á papp­írn­um fyr­ir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 millj­ón­ir tonna af kol­díoxíði og 20.660 tonn af geisla­virk­um kjarn­orku­úr­gangi vegna sölu upp­runa­ábyrgða. Fyr­ir­tæki ESB skreyta sig með hreinni raf­orku Íslands og kola- og kjarn­orku­meng­un­in skrif­ast á okk­ur. Sýnd­ar­mennska rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar ríður ekki við einteym­ing. Rík­is­stjórn­in ætl­ar sér – sé eitt­hvað að marka stjórn­arsátt­mála henn­ar – að Ísland verði í for­ystu í orku­skipt­um á alþjóðavísu. Er sú for­ysta fólg­in í því að heim­ili lands­ins séu sögð nota raf­orku fram­leidda úr kjarn­orku og kol­um?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eyjólfur skrifar meira:

„Í lög­gjöf ESB eru regl­ur sem segja til um sönn­un á upp­runa vöru. Ætlum við að láta bjóða okk­ur það að heim­il­in okk­ar séu stimpluð á alþjóðavísu sem um­hverf­is­sóðar sem kaupi raf­orku fram­leidda með kjarn­orku og kol­um nema við greiðum hærra verð fyr­ir?

Við eig­um að krefjast upp­lýs­inga um upp­runa þeirr­ar raf­orku sem okk­ur er seld. Hvar verður sú raf­orka til á Íslandi sem fram­leidd er úr kol­um eða með kjarn­orku? Við vilj­um fá svar við því.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: