- Advertisement -

Risaeðlan við Háaleitisbraut

Fjögur úr framvarðarsveit hins síminnkandi flokks.

Opinberlega hefur Styrmir Gunnarsson einn áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins. Í Moggagrein lætur Styrmir huga reika til þeirra daga þegar Sjálfstæðisflokkurinn var annar en hann er. Sama gildir um Moggann. Hann er annar en hann var. Saman hafa Mogginn og Flokkurinn missti nánast allt samband við stóran hluta yngra fólks. Hvoru tveggja eru að daga uppi. Sumir hafa áhyggjur af þeirri stöðu meðan aðrir jafnvel fagna  henni.

Þrátt fyrir hratt versnandi stöðu gerir forysta flokksins ekkert til að stöðva flóttann. Flokkurinn hefur nú annað hlutverk en hann kann að hafa haft áður fyrr. Held samt að fortíð flokksins sé skoðuð og metin á annan hátt en hún í raun og veru var. Sjálfstæðisflokkurinn var kaldlyndari en eldri flokksmenn vilja vera láta. Nóg um það. Í bili hið minnsta.

Áður fyrr var forystufólk Sjálfstæðisflokksins skarpara en nú er.

Bjarni Benediktsson hefur valið sér yngri ráðherra en dæmi eru um áður. Það hefur ekki dugað til að auka flokknum fylgi. Enda leikurinn ekki til þess gerður. Stefna Bjarna er sýnilega sú ein að verja hagsmuni fárra. Það sést skýrast þegar hann tilnefndi Kristján Þór  Júlíusson sem sjávarútvegsráðherra. Þar sýndi Bjarni hver hann og fyrir hvað hann stendur. Kjarkurinn er og var svo mikill að hann reyndi ekki eitt augnablik að leyna þeim huga sínum í að ganga erinda þeirra allra ríkustu. Þeirra sem sækja auð sinn í sameiginlega auðlind allra Íslendinga.

Áður fyrr var forystufólk Sjálfstæðisflokksins skarpara en nú er. Þeim kom til hugar eitt best  heppnaða slagorðið í íslenskum stjórnmálum. Stétt með stétt. Auðvitað var þetta rangt í öllum tilfellum. Bergrisarnir sem réðu flokknum meintu aldrei neitt með þessu. Aldrei neitt.

Hér er skýrt dæmi um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vann í raun og veru. Yngri flokksmenn voru gerðir út til að  brjóta niður aðgerðir verkafólks og iðnaðarmanna.

Helgi heitinn Arnlaugsson.
Það voru oft mikil átök í þessu.“ Hann segir launafólkið hafa teygt sig ansi langt hvað varðar lagalegan rétt og að Heimdellingum hafi þótt þeir ganga of langt hvað það varðar. „Það var oft býsna róstusamt í þessu öllu.“

Helgi heitinn Arnlaugsson,  sem lengi var áberandi í störfum innan verkalýðsfélaga, rifjar upp í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði tímarits VM, að í verkfallsvörslu hafi slegið í brýnu við Heimdellinga.

„Það voru oft mikil átök í þessu.“ Hann segir launafólkið hafa teygt sig ansi langt hvað varðar lagalegan rétt og að Heimdellingum hafi þótt þeir ganga of langt hvað það varðar. „Það var oft býsna róstusamt í þessu öllu.“

„Þarna var Guðmundur Jaki orðinn foringi verkafólks. Hann var sérlega kröftugur foringi.“

Helgi Arnlaugsson rifjaði upp að flest réttindamál sem náðust hafi kostað mikla baráttu. „Margra ára baráttu og hörð verkföll þurfti til að ná þeim fram. Síðan koma nýir menn í starfið og þá eru þau baráttumál sem við börðumst fyrir jafnvel komin í landslög. Þessir menn gera sér því illa grein fyrir því hvað það kostaði að ná fram þessum réttindum og hvers virði þau eru. Fyrr á tímum voru menn meðvitaðri um hvað framfarirnar kostuðu mikla vinnu og mikla baráttu,“ er haft eftir sómamanninum Helga Arnlaugssyni.

Hér er nefnt óumdeilt að Sjálfstæðisflokkurinn var og er andstæðingur vinnandi fólks. Flóknara er það ekki. Grein Styrmis, er í raun kveikjan að þessum skrifum, markast af söguskoðun manns sem var gerandi í starfi flokksins. Og saknar þeirrar stöðu.

Styrmir Gunnarsson:
En – „hinar vinnandi stéttir“ virðast munaðarlausar í pólitískum skilningi um þessar mundir.

„Á sama tíma stendur flokkurinn, sem fyrir rúmri hálfri öld var orðinn annar stærsti verkalýðsflokkur landsins, frammi fyrir því að hafa misst um helming af fylgi sínu, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, og þarf á því að halda að finna sér nýjan farveg,“ skrifar Styrmir og varpar ljósi á hversu vel þáverandi forystu flokksins tókst að telja verakfólki trú um að flokkurinn væri þeirra á sama tíma og ungu flokksfólki var beitt gegn aðgerðum launafólks. Af hörku.

Styrmi dreymir um forna frægð flokksins. Hann vill að sömu brögðum verði beitt og var gert um miðja síðustu öld: „Fyrsta skrefið í átt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn höfði til þessa kjósendahóps sérstaklega er að stórauka félagsstarf þeirra sjálfstæðisfélaga, sem frá fyrri tíð hafa fjallað um og rætt um hagsmunamál launþega sérstaklega. Þau félög þurfa að verða sýnilegri og umræður á þeirra vegum opnari,“ skrifar hann.

„Samfylkingin einblínir nú á eitt markmið; að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, og VG leggur í sínum málflutningi alla áherzlu á loftslagsmálin.“

Vitandi vits að Bjarni Benediktsson hvorki vill né kærir sig um að funda með fólki sem hann á enga samleið með. Og mun aldrei eiga. Engum dylst að fyrrum forysta flokksins var skarpari en það fólk sem hefur leitt flokkinn síðustu áratugina. Sama verður að segja um forystu Moggans. Sem hefur nánast, í raun og veru, verið sömu mennirnir.

Vitna enn og aftur í grein Styrmis: En – „hinar vinnandi stéttir“ virðast munaðarlausar í pólitískum skilningi um þessar mundir.

Þessu eru eflaust allir sammála. „Samfylkingin einblínir nú á eitt markmið; að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, og VG leggur í sínum málflutningi alla áherzlu á loftslagsmálin,“ skrifar Styrmir og bætir við: „Flokkur fólksins hér hefur gerzt málsvari þeirra, sem minna mega sín, svo sem öryrkja og þeirra hópa aldraðra, sem minnst hafa úr að spila.“

Þá verður ekki meira til Styrmis en þetta kallar á aðra grein um flokkana tvo; Samfylkingu  og Vinstri græn.

-sme


(Höfundur þykist vera með pungapróf í innlenndri stjórnmálafræði eftir að hafa haft atvinnu að skrifum eða umfjöllun um ísensk stjórnmál í meira en þrjá áratugi.)


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: